Austur Indía fjelagid logo

Complete meal

Veisluþjónusta okkar er fjölbreytt og reynsla Austur-Indíafjelagsins er mikil. Við höfum galdrað fram mat fyrir litla hópa og allt upp í stóra opinbera veislu Indlandsforseta sem haldin var fyrir íslenska stjórnmálaleiðtoga og viðskiptajöfra. Á hverju ári önnumst við veislur fyrir fjölda viðburða, s.s. brúðkaup, afmæli, útskriftir, fyrirtækjaveislur og fleira.

Við sinnum jafnt flóknum veislum sem einföldum. Veitingar eru allt frá léttum veitingum í kokteilpartýi og upp í margrétta borðhald.

Við getum uppfyllt óskir þínar um hvers konar þjónustu. Allt eftir því hvað á við. Það er hægt að sækja matinn til okkar, fá matreiðslumeistara og þjónustufólk með veislu í farteskinu eða bara hvað sem er sem hentar þínum aðstæðum.

Við svörum óskum þínum varðandi val á matseðli og þjónustu. Gildir þá einu hvort um er að ræða viðburð í veitingahúsi okkar, á heimili þínu, á vinnustað, í veislusal eða annars staðar þar sem halda skal veislu. Okkar sérstaða

Austur-Indíafjelagið nýtur algjörrar sérstöðu í veisluþjónustu. Við aðstoðum við skipulag, val á matseðli og hvernig hægt er að mynda alveg einstaka stemmingu svo að veislan gangi fullkomlega upp. Til að auðvelda val á matseðli í stærri veislur (25 eða fleiri) þá bjóðum við upp á smökkun á miklu úrvali rétta viðskiptavinum að kostnaðarlausu.