Kryddaðu upp jólagjafirnar með gjafabréfi frá Austur-Indíafjelaginu.
Hægt er að kaupa rafræn gjafabréf í gegnum vefinn. Hefðbundin gjafabréf er hægt að panta í gegnum síma 552 1630 eða með tölvupósti á austurindia@austurindia.is.
Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á veitingastaðnum eftir klukkan 18:00, á Hverfisgötu 56.
Austur-Indíafjelagið hefur leitt Íslendinga um undraheim indverskrar matargerðar í þrjá áratugi.
Markmiðið hefur staðið óbreytt frá upphafi: Að blanda saman ferskum og framandi kryddum Indlands við fyrsta flokks íslensk hráefni og veita faglega þjónustu í þægilegu umhverfi. Þannig sköpum við einstaka upplifun fyrir sérhvern gest, í hvert sinn.
Hverfisgata 56 hefur verið heimili Austur-Indíafjelagsins frá stofnum árið 1994. Lengst af lá Hverfisgata í skugga Laugavegar, en í dag blómstrar hún sem aldrei fyrr. Handan bláu hurðarinnar við suðurhlið götunnar býr heimur Austur-Indíafjelagsins, sem gagnrýnendur hafa kallað „falinn gimstein“.